Þú horfir út um gluggann
þar er líf og fjör
þú horfir út um gluggann
og andar gegnum rör
þú horfir út um gluggann
þar eru þín fingraför.

Ávallt í hjólastólnum
og kemst hvergi út
ávallt í hjólastólnum
hugsandi um sorg og sút
ávallt í hjólastólnum
með súrefniskút.

Einmana ertu
og þekkir engan lengur
einmana ertu
sem illa gerður fengur
einmana ertu
vitstola gamall drengur

Hreyfðu nú stólinn
farðu út og lifðu lífi
Hreyfðu nú stólinn
þótt fötlun þér ei hlífi
Hreyfðu nú stólinn
og sjáðu hvort það hrífi

Lífið er ei búið
ekki ertu dáinn
Lífið er ei búið
ekki ertu með ljáinn
Lífið er ei búið
velkominn á “skjáinn”