og þú gafst mér ómælda ást
skýldir mér undan skýja tárum
svo að lokum þú mér brást.
Ég dró þig alls staðar með mér
meðan vindurinn blés ískaldur
og snjórinn féll þungur sem smjér
sæt hljóð þín, indælt skvaldur.
En núna kemst ég ei neitt
niðdimm sál mín hangir inni
Daihatsu dásemd mín, við vorum eitt
dekk þín hverfa mér aldrei úr minni.
Lokaður inni á verkstæði þú veinar
vél þín sárt hjartaáfall fékk
því að drulla og stórir steinar
og sársaukinn fast á sálu þinni hékk.
Vertu sæll bíllinn minn… ég vona að þér batni og að þú farir ei upp til bílahimna (Sorpu). *buhuhuhuhuhuhu*
-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.