…ljósaperur veraldarþaksins tindra fyrir ofan mig
…bómullarhnoðri grætur og skilur eftir sig grunna polla
…sem safnast saman og renna yfir mig…
…vökvinn smígur inn í allar holur á sálarkofa mínum
…skolar burtu öllu hatri og rennur áfram leirlitað
…stend ég upp og stari yfir hlíðina sem ég klifraði
…og læt mig rúlla niður líkt og bolti…
…skuggi lítill nálgast er ég skoppa áfram niður fjallið
…með andlitið niðri heyri ég dúnmjúkan andardrátt þinn
…horfi upp í rauðlitað og hatursfullt andlit þitt saklaus
…og þú sparkar í mig liggjandi…
…hleyp áfram sveittur og blautur undan flöktandi skugga þínum
…uppi á hlíðina aftur stend ég og litast um eftir örvunum
…sem myndu lýsa mér hina réttu leið á hinn rétta áfangastað
…en grundin er myrk sem gapandi tóm…
…ég kem að dýpinu aftur og stari inn í tómið á ný
…sný mér við og sé þig stara á mig grábláum glyrnum
…hatursfullur svipurinn breytist brátt í háðslegt glott
…er þú tekur ný skref og hleypur að mér…
…með galopin augun og með hælana á tæpri brúninni
…virðist allt ætla að fara þinn veg sem þú ráðlagðir
…að ýta mér lengra og lengra uns ég kemst ei neðar niður
…á botninum sé ég líkama minn liggja eftir fáein augnablik…
…loka spegli sálar minnar og býst ei við að fá að sjá aftur
…sný mér við og býst til við að taka þeim örlögum er þú vilt
…en ég heyri öskur er fjarlægist mig og deyr út
…og á botninum liggur fyrrverandi væntanlegi morðingi minn…
…stend einn eftir og sólin rís á ný
…grængolandi dýpið hverfur
…bómullarhnoðrinn hættir að gráta
…og ég rúlla mér aftur niður…
…með bros á andlitinu veit ég að þú ert farin
…hættan er horfin og ég get gengið á ný til bæjar
…en öll fórnarlömb finna til með illgerðarmönnum sínum
…og þrátt fyrir frelsið
…finn ég tár mitt á kinn…
-Pardus-
Hvað lesið þið út úr þessu ljóði??? (þ.e.a.s. þið sem nenntuð að lesa það)
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.