Húmar að nóttu er sólin situr að sumbli
dauðadrukknir geislarnir
löngu útþynntir með köldu hafblandi.
Tíminn líður og glösin tæmast
og dagur rís að nýju
og sólin styður sig ropandi við Esjuna
er hún ráfar milli skýjana
í leið að hinum endanum
—–