Ég vona að þú getir tekið gagnrýni því hún gerir manni bara gott :)
Mér finnst fyrsta erindið áberandi best og annað erindi allt í lagi svona (endurtekningin í fyrstu línu finnst mér skemma svolítið). Væri alveg glatað að sleppa seinni tveimur línunum í þriðja erindi? (*'-'*) Mér fyndist flottara að hafa bara þessar tvær fyrri.
Síðasta erindið er svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti, ekki niðurstaða í samhengi við fyrstu þrjú erindin. Nú sé ég ekki svona við fyrstu lestrana hvort þetta var hugsað sem einhverjar persónugervingar eða myndmál (svo virðist samt ekki vera), en mér finnst eins og þetta sé skyndilausn…bara eitthvað hripað niður til að klára og fá botn í ljóðið.
Ég held að ef þú gæfir þér meiri tíma og þolinmæði gætirðu margfaldað gæði ljóðsins.