Alltaf vandmeðfarið að gagnrýna en ég tek það bara fram strax að gagnrýni er bara af hinu góða og ég vona að ég móðgi þig ekki með neinu sem ég segi því það er með engu móti meint illa. ;)
Here goes…
Við fyrsta lestur fannst mér þetta vera alveg lala en það er það besta við ljóðin, að séu þau vel skrifuð fær maður alltaf meira og meira út úr þeim eftir því sem maður les þau oftar og rýnir meira í þau. Þetta er mjög stílhreint ljóð (sem ég kann að meta :) ) og mér finnst endurtekningarnar í fyrstu línunum koma vel út. Fyrsta erindið er lakara en hin að mínu mati en ég ,,fyrirgef" það því það virkar alveg og má sjá bara eins og upphafið á því sem koma skal.
Ég elska svo þessar línur:
Því það sem er liðið
Var eitt sinn framtíð.
og þessar líka:
Þú drepur aldrei niður fæti
Ofan í sama vatnið
Í sambandi við seinni tilvitnunina langar mig bara að benda góðlega á að kannski kæmi betur út miðað við hrynjandina að segja ,,Þú drepur aldrei fæti, í sama vatnið.“ (Með tilliti til þess þá að fyrri línurnar séu lesnar: ,,Óttast' ekki framtíðina
Sjáð' hana frekar sem lind”…veit ekki hvernig þú hugsaðir þetta samt. :) )
Fyrir utan greinarmerkin (mætti t.d. víxla punktum og kommum á 2-3 stöðum) og það að tvær allra síðustu línurnar séu ekki steyptar saman í eina þykir mér þetta hin ágætustu skrif og skemmtilegt að pæla í þeim.
Takk fyrir mig :)