Jónas var fæddur þann 16. nóvember árið 1807 að bænum Hrauni í Öxnadal sem situr undir fjallinu Hraundröngum. Snemma missti hann föður sinn í slysi og hafði það djúp áhrif á hann.
Jónas fór ungur í fóstur og missti þar með má segja einnig móður sína og systkini.
Jónas stundaði nám við Bessastaðaskóla og síðar við háskóla í Kaupmannahöfn þar sem hann lærði til náttúrufræðings, Jónas útskrifaðist þó aldrei.
Í Kaupmannahöfn gaf hann út ásamt þremur öðrum ungum mönnum blaðið Fjölni. Fjölnir var stefnurit rómantíkinnar á Íslandi og á fyrstu blaðsíðu fyrsta tölublaðsins var ljóðið Ísland eftir Jónas, Ísland hefur verið kallað höfuðljóð rómantísku stefnunnar á Íslandi.
Jónas dó ekki hetjulegum dauðdaga, hann datt í stiga og braut svo illa á sér fótinn að hann fékk drep í hann og dó.
Eitt uppáhaldsljóð mitt eftir Jónas er Ég bið að heilsa.
Það skrifar Jónas þegar hann er í Danmörku og er augljóst að hann saknar heimkynnana.
Ég bið að heilsa er fyrsta sonnettan sem skrifuð var á Íslandi og er Jónas fyrsta skáldið sem fór að nota erlenda bragarhætti hér á landi
Ég bið að heilsa
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.
Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín,
heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.
Just ask yourself: WWCD!