Aldrei getur sólsetrið
verið svo blóðrautt
að leki úr æðum deyjandi líkama þíns
og storkni.
Hví er hún svo svört sólin sem þú
eins og blindur hleypur að
þykist heyra boðun um komu
skipun um að enda dag þinn og drepa sólina
með hvassri egg.
Opnaðu augun hálfviti!
Því birtan er þín
til að umvefja með ást þinni
og nóttin einungis óumflýjanlegur endir
sem kemur þegur réttur er tími
og eftirmáli sögu þinnar skrifast.
Líf þitt vilja margir lesa
því þeir elska
þú bara sérð það ekki
fyrir blóðugri sólinni.
—–