yrroS.....
Ljúf rödd, blakandi vindur
hvíslandi leyndardómi viskunnar til mín
held það sé að koma hríð,
held það sé liðið að því.
Það eina í valdi mínu er
að bifast ei neitt,
hræðast ei neitt
bíða þess sem koma skal,
án þess að óttast.
Ljúf rödd, hvíslandi að mér
Vertu sterk, sterkari en ég,
vertu hörð, harðari en skel….
Og víst kom stormur,
víst grét ég
örlög sem réðust af þér.
Röddin laug ekki, né hæddist að mér,
ljúf hún sagði mér satt.
Brátt mun þó byrta
þó erfitt það sé,
að missa.
Skref mín þung, þyngti en stál,
þín mun ég minnast um ókomin ár…..