Ný byrjun, nýtt skref
tifandi flotti,
enginn veit hvernig fer
enginn veit hvernig allt er.
Fólk að flýta sér.
kannski það sé satt
að haustið breytir öllu,
laufin sem falla, hverfa
laufið sem fellur deyr.
Ný byrjun hjá þér.
Þú skiptir um stað,
leggur á flótta, reyna nýtt líf
byrja upp á nýtt,
haustið það bjargar
haustið það fargar.
Og þú svo aleinn á ný.
Erfitt að sleppa taki
það liðna enn fast við þig
þú hrasar, en mundu að batinn
er við hliðina á þér
er þegar hjá þér.
Þú munt sigra, hvernig sem allt fer…..