kv. Pardusinn
-Ýttu mér í rólunni…-
Ýttu mér nær bjarginu og ýttu mér fast…
Fingurgómar þínir skerast inn í bak mitt…
Andardráttur þinn hækkar af áreynslu…
Þvalar hendur þínar renna til…
…og ég finn hvernig þú dettur á mig…
þrýstir á mig
ýtir á mig
fellur með mér
lendir með mér
…á hrjúfu grasinu
Andardráttur þinn deyr út og þú starir á mig…
Augu þín leiftra af ást en augnlokin falla niður…
Munnur þinn lokast og ekkert heyrist lengur…
…en ég ýti mér lengra…
ýti mér að þér
þrýsti mér að þér
held í hönd þér
kyssi varir þínar
opna augun þín
…og loka mínum
…ég náði að sjá þau hinsta sinni
áður en við sofnuðum saman
þrýstumst saman
ýttumst saman
…og dóum saman
-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.