þögnin í kringum þig er betri en nokkurt ljóð
blómin teygja krónur sínar í kringum hönd þína
kúra friðsæl er þau heyra þinn fagra óð.
Hár þitt fýkur um tæran himininn sem grætur
horfi ég í augu þín og týni mér í unaði
enginn veit hversu miklar ég hef á þér mætur
en líðan þín er því miður sem mig grunaði.
Svart og hvítt verður aldrei eitt
í draumum mínum ruglast allir litir
á milli okkar verður aldrei neitt
og ég þrái þig, það vil ég að þú vitir.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.