
Óbreyttum netnotendum og ljóðaunnendum viljum við benda á að heimsækja síðuna. Vonir standa til að hún verði mikið uppfærð.
Landeigendur á netinu viljum við biðja um hlekk og ábendingu.
Af fjölmiðlum heimtum við eins mikla athygli og dálksentimetrarnir leyfa.
Útgefendum bendum við á að hægt verður að fara fram á umfjöllun um tilteknar bækur á síðunni, hvort sem er nýútgefnar íslenskar ljóðabækur, eldri íslenskar ljóðabækur eða bækur með ljóðaþýðingum. Bókaútgefendum er bent að hafa samband á tiuthusundtregawott@gmail.com, æski þeir sérstakrar umfjöllunar, ritdóms eða birtingar efnis úr bókum.
Ljóðskáldum, bókmenntafræðingum, þýðendum og ljóðaunnendum bendum við á að senda inn efni. Nánari upplýsingar á: http://10000tw.blogspot.com/2006/05/ritstjrn.html
Bestu kveðjur,
Ritstjórn.