Lítill fugl á mosa
þúfu
Syngur og leikur,
Fjallið hlustar
á angurværa tóna hans.
Hann syngur
inn í hjörtu manna,
dýra og
annara fugla.
En
fuglinn gleymist
í eilífð
molnar í skugga tímans.
Ámátlegt vein
heyrist í fjarska.
Kannski,
er þetta kvöldsólin sem
hristir rauða lokka sína,
yfir spegilsléttan sjóinn.
Eða kannski,
er þetta kall
hins
einmana manns
sem týndi öllu sem hann
elskaði og gleymdi.
Gleymdi að lifa…