Í fyrsta sinn, við fyrstu dagskímu,
ég anda að mér fersku lofti.
Í síðasta sinn, við lok næturinnar,
ég anda frá mér kvikasilfri.

Lungu mín brenna.

Töfrar næturinnar hverfa,
ég anda að mér fersku lofti.
Ljósið klífur í gegnum laufskrúðið,
ég anda frá mér kvikasilfri.

Lungu mín brenna.

Ég hef nægan tíma, allt mitt líf,
mitt kvikasilfur, glópagull
gufar upp í morgunroðann
upp til stjarnana.

Ég anda frá mér kvikasilfri.

Augu þín minna á svartar perlur,
þrýstu vörum þínum við mínar.
Andaðu með mér, kvikasilfri.
Ekkert gæti verið að.

Koss,
og ég anda að mér fersku lofti.

Fingur okkar fléttast saman.
Á morgni fyrsta dags lífs okkar,
öndum kvikasilfri.

Ekki um annað að velja.
Þessvegna erum við hér,
afgangurinn gæti ekki verið auðveldari.

Öndum kvikasilfri.

[Ç]