Orð
Er það ljóðið um ást,
sönglandi, hringlandi, himneskir tónar,
sem flæða um hug þinn.
Brýst út í flóði tára,
brennur ást, í logum haturs.
Eru það orðin, þessi orð,
svo fagurlega formi búin,
frosin í tíma, á síðu bókar,
í huga þínum. Þessi orð.
Að eilífu rituð í hug þinn
og hjarta, brennimerktur
af logandi ást.
Svo fögur og smekklega búin
búningi orðsins, sagan af ást.
Jæja, mér leiddist, þetta var krotað niður á innan við mínútu, vonandi að einhverjum finnist þetta sniðugt. Endilega koma með gagnrýni og ég nennti ekki að fara yfir stafsetninguna.