Ég sest upp í rúminu og stari á blettina á veggnum
dökkir líkt og allt annað í kringum mig
það er ennþá nótt.
Ég stend upp og geng örfá skref um á ísköldu gólfinu
teygi hendur mínar í blindni ofan í skúffuna
þú ert ennþá þar.
Ég opna bókina og fletti þvalur síðunum í myndaalbúminu
skoða allar þessar ljúfu minningar aftur
þú ert ennþá þar.



Ég geng um götuna sem og svo oft áður
aleinn og einmana stari ég á strikin í stéttinni
ímynda mér hvernig við héldumst í hendur
föðmuðumst innilega
kysstumst hlýlega.



Ég lít upp til himins
hann er blár og fagur
sólin skín niður á mig
úr litlu sætu skýjunum.

…og þú ert ennþá þar.



-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.