Stundum finnst mér eins og þjóðfélagið sitji í lest
og lestin fer eftir sínum fyrirfram ákveðnu sporum sem löngu gleymdar kynslóðir lögðu með sínum eigin svita og blóði og tári.

Fólkið situr rólegt í sínum úthlutuðu klefum, ýmist á fyrsta farrými, öðru, því þriðja eða einfaldlega engu.
Það situr rólegt og fylgist með umhverfinu þjóta framhjá sér á ógnarhraða, öll tréin, engin og dýrin verða einungis óljósar sýnir augna sem hugsa með sér sjálfum “hvað er klukkan”.

Lestin er á áætlun og tekur upp nokkra nýja farþega í stuttu stoppi á afskekktri lestarstöð sem fáir vita um.
Og áfram þeysist hún og allir vita hvert hún er að fara og allir eru á leið á sömu stoppustöð.

Matarvagnin gengur á milli klefana og vingjarnleg afgreiðslustúlka spyr á torkenndu tungumáli hvað það er sem mætti bjóða farþeganum?
“Ekkert í bili þakka þér fyrir” Segir konan vingjarnlega og brosir um leið og hún speglar sig í andlitinu á afgreiðslustúlkunni.

Lestin hægir á sér þunglamalega og virðist aldrei vilja stöðvast.
“Allir um borð!”
kallar lestarvörðurinn, þreyttur á endurtekningunni.
Fólkið rís upp úr sætum sínum og treður sér inn í lestina líkt og síld inn í dós.

Lestin mjakast áfram jafn þunglamalega og hún hægði á sér og liðast hægt framhjá lestarstöðinni.

Á stöðinni situr maður, ungur að aldri,
og hann horfir á lestina fara og hugsar með sér
“það kemur önnur”.