Þegar ég hrapa
svo ógurlega hratt til jarðar
þýt að endalokum
og sé hendur mínar hvítar
hvítar af myrkrinu sem flæðir úr huga mínum
Finn ég fyrir tóminu
sem sogar til sín umheim minn
og lokar mig inní glerbúri
sem endurkastar hrópum mínum á hjálp.
Sé sjálfan mig brenna upp
og bæti á logann.
—–