Ég fann ilminn frá þér
tiplaði á hörundi þínu
tók eftir því þá
að þú ert að breyta um háralit
og hefur sett blómaskraut sumars
í lokka þína.
Móðir jörð (morð)
Fagurt hörund þitt
hefur verið skorið
af ryðguðum hníf mengunnar
sem hélt um vit þín með þvölum höndum
og reyndi að kæfa þig.
—–