Minn köttur er svartur og smár,
ég hann elska þó hann eigi er knár,
hann sefur og bregður á leik,
það er eins og hann sé eitthvað “feik”.
hann mjálmar og syngur hástöfum daginn,
þó hann ekkert mjög við það er laginn,
hann borðar og étur sem á við fimm tonna gaur,
samt hann er mjór og fínn sem pikkfastur staur.
hann liggur hlið mér við á góðum kvöldum,
en kurrið í honum er eins og brim í sjávaröldum,
hann er kisuskinn sem fíla ég feitt,
hanns ljómi er nógur til að ekki hendi hann neitt.