Að daga hring
um það sem þú vilt vera,
að merkja X
við það sem þú vilt hafa,
og skilja eftir autt
það sem þú vilt verða.
Hvað gerir þú þá
við allt það sem þú vilt ekki,
strikarðu yfir það
eða strokar það út
eða verður þú
bara að sætta þig við það.
G