þrái ég myrkrið
í svartnætti tómsins
leita ég ljóssins
í hlutleysi húmsins
sakna ég hlýju
í yljandi örmum
vantar mig frostið
jafnvel þó ég laðist að einhverju nýju
helst hjarta mitt veiklynt og brostið
því hvert sem ég fer
í leit að sjálfum mér
hefur eldingu þunglyndis
alls staðar lostið
og þess vegna stöðvast ég hér.
-Danni-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.