Ástin mín verður ekki kúuð, hún brennur – hún er eðlið í mér sem verður ekki brotið frekar en stefnan mín og trú á guð, ég leyni henni, geymi hana í orðunum í vissu að hún sé andi í flösku, hafinn yfir tíma og rúm hvort sem er…
Svo þeir sem hafa haldið annað hafa kollfallið um sjálfa sig, því það er ég sem rís og styrkur minn liggur ekki í fótum mínum eða eru þeir brjótanlegir frekar en sannur máttur er af þessum heimi.
like my love my love -
Hver skilur blessun englana sem umlíkur vanþakklátt mannkynið fyrr en þeir fara.
Englarnir gefa okkur ekki tómleika easy.
Svo ríkir af ást að þeir í elskuni gefa okkur ekki einu sinni litla syn af brotnri örvæntingu planetu manna sem hafa fengið að lifa þennan fyrsta daginn án sólar sem enginn saknaði hvort sem er…
Hreinsunareldurinn algjöri.
Englarnir vita nebblilega að engin verður samur aftur.
01.01.06
(mr unfound, og alltaf stefna ;))
Auvitað þrái ég að snerta þig, hlæja og sjá sjálfa mig hamingjusama speglast í augunum á þér. Fundurinn orðinn og leitinn farinn.
Heilast í fullvissu yfir daginn því ég veit að þú ert raunverulegur, ástin mín.
Skalinn sprengdur á tilfinningum sem ég hef þekkt, þú ert eilífur kraftur og hlýja þín guðlegur logi sem umlíkur mig verndandi öllum stundum,
fullmótar mynd sína í stjörnu þegar þú faðmar mig.
Kossarnir, ótæmandi brunnur, ég er böstuð í hvert sinn.
þú hefur lykilinn að gyðjuni í fallega brosinu þínu og þú veist það.
Blóðið í mér hitnar í hvert sinn sem ég heyri þig tala því að röddin þín svarar öllum mínum efa og spurningum,
hlustandi á andardráttin þinn birtir mér sömu blessun og rigningin, ég sit örugglega við hliðina á þér sem ástin þín og vinur þegar það er stormur úti.
Þú skilur hugsanir mínar og ég endurspeglast af þér en þú klárar mig aldrei því þú metur mig og dáir, sé alltaf undrun og verðugt þakklætið í augunum á þér.
Þráinn stingur og ég ber það hugrökk, þú ert flæðandi snerting og ég upplifi mig jafn djúpa og hafið með þér, öldurnar af endalausri orku þinni sigra mig alltaf því við erum saman og verðum það í eilífðini líka.
btw
Þeir sem opna endurtekið og leita í grinni eiga ekkert af mér skilið eða skilja..
hera.