[ jæja nú ákvað ég að slátra ykkur ... dundaði þetta í augun á ykkur á korteri! ]

þú hlusta skalt á höfuðið
það hólfað er með gipsi
(til að binda blóðflæðið
er best að nota slifsi)

þó rýmin virðist ruglingsleg
og ratir sjaldan lengi
þá segi þetta, segi ég,
sam'og þú er engi

þitt innra vesen þíns er leikur
þvoðu þér og stökktu
að synda hér um - sæll& keikur
í súpunni nöktu

en flækist þú (æ, fjari undan)
og festist íðí, vinur
þá vita verður alla stundan
að vefurinn er linur!

[ e.t.v. hálftíma ok ]
-k-