Þetta er svoddan “kokteil” ljóð sem ég samdi þegar mér leiddist í dönskutíma, hugsandi um Hallormsstaðaskóg sem mér þykir svo vænt um.


Skógurinn

Um veturinn er liggur skógurinn í dvala
þegar vindurinn vælir og snjórinn leggst
á greinar hans eins og kuldaleg sæng.

Um vorið er fólkið vaknar til lífsins
með bros á vör
og þrestirnir syngja
á nýútsprungnum greinunum.

Um sumarið er hláturinn glymur
þegar hamingjan ríkir, sólin skín
og trén brosa við í blóma lífsins.

Um haustið er söngurinn þagnar
og trén halda dauðahaldi í gulnuð lauf sín.

Svo byrjar það allt upp á nýtt.


-Hrislaa
./hundar