[ apakettir ]

umsjónarmaður
skilur ekki haiku-ið
setur á korkinn

[ grjón & grautur ]

allt mun verða
að gómsætu mauki
millum tímans tanna
næstum

puðað við umbreytingu í
grjót stein bein
svo manni verði spýtt út aftur
kannski

sett til hliðar á diskinn
í allra augsýn
vona það verði ekki þvegið upp
alveg strax

[ snýst í vindinum ]

pota í hestinn minn
hann ansar ekki
-k-