Þetta er smá ljóð sem ég ákvað að gera fyrir íslensku, langaði að róa á ný mið hvað hæfileika mína varðar og ljóðlist varð fyrir valinu. Þetta eru nokkrar ferskeytlur með örfáum tilfellum af stuðlum og höfuðstöfum, stundum fáránlegum atkvæðafjölda, mikið af orðunum “þá” og “nú”. Nútíð og þátíð held ég að ruglist líka en í heildina er ég bara nokkuð sáttur með þetta. Telst samt varla góð “íslenska” hvað ljóðagerð varðar sérstaklega af því að kommur og stórir stafir eru ekki rétt.

Það kæmi mér ekki á óvart ef einhverjir skildu ekkert hvað ljóðið fjallar um en hér kemur smá klausa um það svo þið skiljið þetta betur:

67. Kynntur Þorgeir Otkelsson. Mörður ræður Þorgeiri Starkaðarsyni að flækja Þorgeiri Otkelssyni í málin. Þannig geti hann látið Gunnar drepa hann og vega með því tvisvar í sama knérunn. Með því verði unnt að koma fram hefndum við Gunnar.

68. Þorgeir Starkaðarson ginnir nafna sinn Otkelsson til vináttu. Gunnar sendir alla karla að heiman til starfa. Þorgeir Otkelsson fær nafna sinn með sér í aðför að Gunnari.

69. Þeir nafnar verða syfjaðir. Njáll fregnar af aðförinni, sendir til Gunnars svo hann safni liði á Grjótá en fer sjálfur til nafnanna og segir þeim að Gunnar sé að koma með liði. Þeir flýja óttaslegnir heim. Njáll leggur til að fyrir fjörráðin komi fébætur og hann geymi féð ef Gunnar þurfi að nota það síðar.

70. Nafnarnir fela Njáli óttaslegnir að leita sátta og dæma í málinu. Njáll dæmir þá til mikilla fjársekta og geymir féð. Gunnar ríður vestur í Dali til Ólafs pá og þiggur gjafir, gullhring, skikkju Mýrkjartans og hundinn góða, Sám. Ólafur segir Gunnar ágætastan mann um land allt.

71. Enn leita þeir nafnar til Marðar, þykjast hafa tapað á fyrra ráði og vilja annað betra. Mörður vill að Þorgeir Otkelsson fífli Ormhildi frændkonu Gunnars til að magna hjá honum hatur. Enn að ráði Marðar sitja nafnar, alls 26 manna lið, fyrir Gunnari og Kolskeggi við Rangá.

72. Barist við Rangá. (Blóð féll á atgeirinn.) Þor¬geir Starkaðarson eggjar nafna sinn til að fara gegn Gunnari og hefna föður síns, Gunnar vegur hann (hefur þá vegið tvisvar í sama knérunn). Hinir flýja í snatri, enda tilgangi Þorgeirs Starkaðarsonar og Marðar náð.

73. Njáll varar Gunnar við, síðasta hlámstráið að halda sætt sína eftir víg Þorgeirs Otkelssonar, annars fái hann bana. Gunnar lofar í fyrsta sinn að halda sætt. Gissur hvíti sækir mál Þorgeirs á þingi.

74. Njáll leggur til að málið verði lagt í gerðardóm 12 manna. Svo dæmist að Gunnar greiði fé, hann (og Kolskeggur) fari utan í þrjá vetur, sé ella réttdræpur. Njáll spáir Gunnari sæmd og löngum aldri ef hann fer utan, fái ella skjótt bana. Gunnar lofar öðru sinni.
Utanförin, sem aldrei var farin, og undirbúin aðför að Gunnari

75. Þráinn Sigfússon fer utan. Grímur og Helgi vilja fara, Njáll vill ekki og spáir vandræðum ef þeir fari, lætur þó undan. Gunnar og Kolskeggur undirbúa ferð sína. Hesturinn hnýtur - Fögur er hlíðin, Gunnar snýr aftur en Kolskeggur vill ekki níðast á því sem honum er til trúað, fer. Hallgerður gleðst yfir að Gunnar skuli ekki fara. Ólafur pá býður Gunnari vestur en hann fer ekki. Gissur lýsir Gunnar sekan og óvinalið hans kemur sér saman um aðför, 40 saman. Flestir vinir Gunnars eru farnir utan. Njáll vill að Skarphéðinn og Höskuldur verði með Gunnari, hann afþakkar. Gunnar biður Njál fyrir Högna son sinn, Grani er að hans mati upp á móðurhöndina. Gunnar gerir ekkert til að dyljast heldur fer víða sem ósekur maður.


Ok undirbúningi lokið, hér byrjar þetta:

Gunnar garpur mikill var,
gerði mönnum greiða.
Bjó á Hlíðarenda þar,
sagði Hallgerði að matreiða.

Lenti hann vanan í vandræðum,
í voðalegum málum.
Nennti ekki samræðum,
lét atgeirinn stúta sálum.

Mætti þá Mörður gígja á svæðið,
vildi hauskúpu Gunnars melja.
Rétti Þorgeiri Otkels þá klæðið,
Skipaði honum að dvelja.

Gunnar hafði þá vegið haft,
pabba Þorgeirs sorglegan,
Hafði hann þá eigi kraft,
Í sömu knérunn að veg’ann. (að vega í sömu knérunn merkir að vega föður og son, tvo ættliði)

Liði var þá safnað skjótt,
gegn Gunnari barn-saklausum,
en Njáll hinn vitri það heyrði skjótt,
og forðaði þar með fljúgandi hausum.

Hófust þá miklar málaflækjur,
Með Njál þar fremstan meðal manna,
Fékk þar Gunnar miklar fébætur,
Fjárhaginn þurfti Þorgeir að kanna.

Safnaði Mörður gígja liði,
Að Gunnari stefndi með þá,
Vildi hann eigi fara með friði,
Hófst bardagi stór að Rangá.

Á atgeir Gunnars slettist blóð,
Hann vildi ekki sættir,
Vill þá Mörður fá smá hljóð,
hann Gunnar drap tvær ættir.

Ákveður þá Þorgeir Gunnar að kæra,
Gunnar vill nú sátt,
Virðist hann loksins vera að læra,
Býst undir brottför með höfuð lágt.


Fara margir menn strax út,
En Gunnar hættir við,
Setur hann þá ekki upp stút,
Hjá Ólafi pá býðst svið.

Gunnar er er nú hendeltur,
Af öllum sínum fjöndum,
vilja þeir að hann verði geltur,
standandi á höndum.

Fer þá þessum lestri að ljúka,
aðrir fá að púðra,
Gunnar fær brátt að fjúka,
Líklega fer Halli nú fljótt að klúðra.

Við eigum að lesa þetta fyrir bekkinn og “Halli” er sá sem les strax á eftir mér um síðustu mínútur í lífi Gunnars.