Rauð skýin hrannast upp á bláum fletinum
Dökkt fjallið gnæfir yfir köldu húsinu
Grasið bleytir fætur mína
og festist á mér.

Stend fyrir utan á dökkgrænni dyramottunni
Horfi stíft á dökkbrúnan dyrakantinn
Döggin lekur niður kálfa mína
og sál mín grætur líka.

Hvernig get ég komist nær takmarki mínu?
Heyri umgang inni í hlýju herberginu
Sýnin skríður inn um augu mín
og heilinn brotnar saman.

Þú brosir…
Þú ert glöð…
En ekki ég…
Ég sakna þín…
Ég vil þig nú…
Þú grætur eigi tári…
Yfir mínu hjartasári…

Ég sný við og held heim á leið í kalt autt rúmið
Átta mig á því að þetta mun aldrei ganga
Hugsunin kæfir huga minn að lokum
og sálin reynir hart að anda.

Þessi eina nótt milli okkar hefur ekki skipt þig máli
Þetta bros á andliti þínu skýrir svo ansi margt
Að söknuður þinn er ekki dýpri en svo
að ég heyri enn hlátur þinn hljóma.

………..

Enn sit ég og hugsa…
Þori aldrei að nálgast aftur…
Þú hélst ég meinti ekkert með þessu…
Ást mín féll á grýttan jarðveg…
Tilfinningar gleymast aldrei…
Einnar nætur gaman þýðir allt…
Hjarta mitt er ekki lengur kalt…

En köld þögnin sem tekur við af ástarorðum okkar
Gefur mér tíma til að átta mig á einu
Að ég er aðeins einnota elskhugi
tómur líkt og pizzakassi.

Einnota elskhugi…
Einnota trúnaðarvinur…
Einnota fullnæging…
og einnota sál…

…aðeins umbúðirnar eftir.


-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.