Ungur drengur heima hjá feitri mömmu,
feitri systur og saman þau sitja og rabba.
Þá kemur djöfullinn í þeirra líf,
öll eru þau lamin af fósturpabba.

Drengurinn svívirtur fer í ruglið,
hann fer að stela og lemja í vítinu graður.
Hjarta hans er tapað í brennivíns sullið,
hann er fjórtán ára glæpamaður.

En þá birtist engill sem tekur hann að sér,
drengurinn eignast loksins faðir.
Gerðu það segir stráksi farðu aldrei frá mér,
sú stund mun að sjálfsögðu koma,
en fyrst mun ég nafn þitt í sögubækur líma
ég mun gera þig að mesta meistara allra tíma.

Af götunni í gymið fór hinn ungi drengur,
hann þurfti ekki að stela lengur.
Nýja fjölskyldan varð hans skjöldur,
fyrir slæmu líferni nú var öldin önnur.

Í stíl hans og hæfileikum fundust engar smugur,
andstæðingarnir féllu fljótt eins og flugur.
En þeir voru því miður ekki einir um það,
á Tyson mesta áfall lífs hans á honum small.
faðir hans og lærimeistari fékk hjartaáfall.


To be continued…