Og himininn
var eins og slæða
sem dreginn var
yfir ljós.
og stjörnurnar.
Glitrandi stjörnurnar
löngu liðin göt
sem lýstu í gegn.
Þær stóðu þarna
eins og ljósstafir
um miðja nótt.
Eins og slitinn perlufesti
Yfir spegilsléttu vatni.
Eins og að einhver,
skrifaði leyndarmál
á næturhimininn
sem við
á jörðinni
fáum aldrei að vita.
Og undir glitrandi næturhimninum
stóð ég
og mér fannst þær hvísla til mín:
Þó þið vitið mismikið,
þá eruð þið öll jafn heimsk.