sem vaknar ei meir.
Þitt er allt sem lifir
og allt sem deyr.
Í faðmi fjallanna
finn ég þig.
Þar felurðu óttann, eilífðina
ástina og mig.
Í örmum þínu athvarf
er ógnir fara á stjá
Þú ert angistin í sálinni
og allt sem ég á.
Þú lifir í ljóðum mínum
lífs míns stærsta synd.
Alltaf er ég sé þig,
augu mín reynast blind.
Þú býrð í brjósti mínu
ert barnatrúin mín.
Í erfiðleikum ósjálfrátt
alltaf ég leita þín.
Áfram hyggst ég halda
og horfa fram á veg.
En aldrei verðum við aðskildir
vinur þú og ég.
Gríptu karfann!