Skyldi lífið vera bundið
Hjartslættinum einum,
Andardrættinum og
Líkamstarfseminni?

Eða tekur kannski
Eitthvað annað við í lokin?

Verðum við af dúnmjúkum
Skýjum með vængi
Og fáum að horfa á fólkið bardúsa
Eins og framhaldsþætti?

Eða leggjumst við í kistu
Ofan í moldina köldu?
Ofan í myrkrið.
Eilíft myrkrið.

Raunhyggjan er réttari, en
Dulhyggjan, skemmtilegri.

Samt veit ég,
Þótt ég fari um þessa hluti
Andvana orðum
Þá fæ ég ekki sannleikan
Um lífið og dauðan:

Fyrr en hjartað slær
Síðasta slagið.

Þá annaðhvort verðum við
Að skýjahnoðrum,
Eða hljóðlátt nafn,
Í þátíð,

Á annarra manna vörum.


-hlinur.