og varpa sínum köldu hryggðartárum
á illa klæddan mann
sem grætur lágt af sínum sárum…
sólin sofnar, hnígur niður
og varpar sínum gyllta rökkurroða
á blóði þakinn mann
sem trú og friðsemd vildi boða…
tunglið vaknar, horfir yfir
og varpar sinni frosnu silfurskímu
á yfirgefinn mann
sem missti allt úr lífi sínu…
…
lítil í eðjunni liggja þau kyrr
börnin sem brostu og elskuðu hann
upp vaknar hatur á vestri sem fyrr
því það hefur eyðilagt saklausan mann…
…
með ekka í hálsi
skjálfta í fótum
og minningar í huga frá þeirra litla kofa
ber maðurinn fátæki líkin heim…
með byssu í slíðri
sprengju í höndum
og vissu í huga hvar hinir saknæmu sofa
ætlar hann að ná sér niður á þeim…
-Danni, 14. febrúar 2005-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.