því maðurinn er hinn þyrnum þakti geir
sem stingst nú dýpst í höfuðið á Drottni…
blóðuga lykt flytur hinn suðræni þeyr
líkin einmana liggja undir sviðnum reyr
og okkur er slétt sama þó þau grotni…
barnið fellur sært á sundurskotinn leir
í huga minning um hatur uns það deyr
og með því draumurinn um frið,
draumurinn brotni…
…
heilagt stríð því til er sá siður
sem við vanvirtum flestöll í blindni
aldrei verður friður, því miður
og þúsundir munu deyja
sökum lélegrar fyndni…
-Danni-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.