Dag einn var Davíð
dreginn á lappir
gefið allskyns ógeð.
„Drattastu í skólann,
skítalabbi.“
Öskraði mamma hans á hann.

Í rifnum fötum
með roð í nesti,
labbaði hann leiður í skólann.
Alltof seinn
og úrvinda.
Alltaf sama sagan.

Kennarinn gaf
greyinu þá
kinnhest á kinnina.
Mun verri
voru krakkarnir
Enginn friður fáanlegur.

Þennan dag
var Davíð grættur
af krökkum eldri og yngri.
Hljóp heim
hágrátandi.
Í friði vildi hann vera.

Er heim var komið
kallaði mamma hans.
„Drattastu í skólan skíthæll“
Hún var alltaf
ömurleg mamma
þegar hún þambaði vínið.

Aleinn gekk
gaurinn burt
og beint á BSÍ.
Keypti miða
til Keflavíkur
og brunaði beint af augum.

Í rútunni heyrð’ann
rödd segja
að fjársjóðinn væri að finna
undir bjöllu,
bakvið skáp
í Keflavíkurkyrkju.

Þar sá Davíð
drauminn rætast.
Í kyrkjunni fjársjóðinn fann
í hvítri möppu
merktri Davíð
með stórum bláum stöfum.

Um leið og hann
hendina lagði
á þessa merkismöppu
glitraði allt
og annað titraði
uns allt varð hulið húmi.

Davíð vaknaði
vitandi að
konungur væri hann krýndur
í framandi landi
langt í burtu
á sálbyggðum, autrænum sandi.

Sagan af Davíð
segir þér frá
stráki sem fann loksins frelsi.
En samt í dag
á Davíð bágt,
því hann frelsið með vopnum ver.