Þarna gengur hún, stúlkan,
hrein og bein.
Inn á Þjóðhátíð,
vinkonum sínum með.
Hún gengur að tjaldi,
þar ungur sveinn er.
Ekki eldri' en 18 ára,
myndarpiltur, fallegur.
Eftir að hún hitti hann,
líf hennar breyttist.
Hún vildi ei fara svo langt,
en þannig fór það samt.
Hann vildi alla leið.
Snótin sagði nei.
Seinasta minning hennar,
þessi kvöldi af.
- Því grætur móðir hennar nú.
Morgunn eftir, vaknar stúlkan.
Tjaldi í, blóðugur líkami.
Hvað sem var þá grætur hún
sorgartárum, söltum tárum.
Hún spjörur sínar finnur,
klæðir sig, þurrkar dropana,
fríðu andlitinu úr.
- Því grætur móðir hennar nú.
Líki rekur á höfnina,
það er stúlkubarn,
ekki eldri' en 18 ára.
Myndarstelpa, falleg svo.
Miði finnst líkamanum á,
á honum steldur:
Fyrirgefðu, móðir mín.
- Því grætur móðir hennar nú.
Tryggvi Islandus