draumurinn sækir að mér
dregur mig að sér
faðmar sig að mér.
Stend upp
vegurinn liggur frá mér
togar mig til sín
kallar mig til þín.
Þú stendur á enda hans
og þú heldur á hjarta mínu
tælir mig til þín
laðar mig til þín.
Þú ert stúlkan úr draumnum
þú lifnaðir við
þú faðmar mig að þér
ég festist við hlið þér.
Dreymandi í vöku
er ég horfi á þig.
Vakandi í draumum
er ég hef þig ekki.
-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.