fór inn, mér var rétt blað
skrítið það
á stóð frítt í kvöld
eins og öll önnur kvöld
eins og það skipti máli.
Þarna voru fögur fljóð
ein þeirra óð
svo mér stóð
og reið henni
ó hvað hún var góð
dónalegt kannski, enn að lesa þetta ljóð?
Kvöldið tiplar á tánum
milli stóru strikanna á klukkunni
og lifir áfram
lifið á lukkunni
og ég stóð
og sá aðrar konur tvær
önnur glær, hin með langar klær
sem læstu sig í augu mín
og héldu mér
þar til ég táraðist ofan í glasið mitt
og drakk það tómt.
Þjónn, aðra blöndu
sagði ég við glasið
sem trítlaði burt
og kom til baka fullt, eins og ég
Varir svo rauðar
eins og kinnarnar svo rjóðar
þessi augu lásu mig
komu upp um sig
ég þrái þig.
Við flutum ofan á mannhafinu
og út úr nóttinni
upp í rúm
tómarúm
sem fylltist af okkur.
Dagur nálgast senn
og þú, ertu hér enn að lesa?
—–