Ég vakna í myrkri morgun einn.
Myrkrið streymir inn.
Við sjóndeildarhringinn sé morgunroðann
hún rís ekk’í þetta sinn.
Flýg ekki of hátt, né lýt of lágt.
Lýt þó alltaf lægra.
Það ætlar að kvölda snemma morguns, morgunsins sem ég dey.
Stend í skógi nakinn, villtur.
Kuldinn svíðir skinn
Á nokkrum trjám sé ég nýjabrumið.
en sumarið nálgast ei.
Flýg ekki of hátt, né lýt of lágt.
Lýt þó alltaf lægra.
Það ætlar að hausta snemma í vor, vorið sem ég dey
Ungur varð ég gamall og grár,
nálgast endalok.
Sálin seld og samviskan líka,
Hvað er eftir þá?
Flýg ekki of hátt, né lýt of lágt.
Lýt þó alltaf lægra.
Árið ætlar að enda fljótt, árið sem ég dey
Á morgun rís nýr maður upp
Maður sumarsins.
Mikið var, við söknuðum hans
Mannsins sem sólina sér.
Flýg ekki of hátt, né lýt of lágt.
Flýg þó alltaf hærra.
Sólin skýn og sumarið kemur. Ekk’í nótt ég dey.