-tunglverur-

tunglið veður frjálst um himinn og varpar birtu sinni á jörðu
í votu veðri ganga örfáar hræður í brúnum slitnum fötum
bak við jörðina situr sólin og hvílir sig eftir erfiði fyrstu vaktar
syngur glöð og lýsir sínum manni sínum fullum en lötum

tunglið veður skýin að ökkla og varpar birtu sinni á jörðu
í votri rigningu hlaupa fjölmargar hræður og leita sér að skjóli
bak við sjóinn situr sólin og sefur vært eftir erfiði dagsins
sofandi rumskar hún ekki og biltir sér í sínu stjörnubóli

tunglið veður skýin upp að hnjám og dauf birtan dofnar ört
deyr regnið út og allar lifandi hræður koma út frá fylgsnum sínum
bak við fjallið situr sólin, rumskar hljótt og býr sig undir daginn
brennur upp í fyrstu skímunni og skartar brátt litum fínum

tunglið veður skýin upp að hálsi og er nú lítil rönd á himni
hræðurnar allar hörfa undan ljósinu og koma sér heim á leið
bak við hólinn stendur sólin og er reiðubúin að koma upp
skíman styrkist og leiðin að fyrstu vakt er aftur orðin greið

tunglið fellur bak við sjóinn og kveður sólina konu sína að lokum
sofa allar hræður borgarinnar eftir skemmtanir og hugurinn flögrar
upp frá hólnum skríður sólin og varpar sínum geislum á mig
skíma sú er lýsti maður hennar er horfin og hann í burtu skjögra
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.