-Greddutilfinningar-

Sitjandi á salerni og hugur minn flýgur
strýk ég liminn og ímynda mér allt
þú berbrjósta böll minn sýgur
bert skinnið er hart, hjartað er kalt.

Nú langar mig í þig og svitinn lekur
lýg ég engu að þér, ég er ljótur
og ef greddan er sakhæf, þá er ég sekur
strýk ég hraðar því ég er fljótur.

Finn ég rafstrauminn þjóta í fótum mínum
fellur höfuðið niður af djúpri fryggð
sjálfsfróun er góð og svalar hvötum fínum
sjálf er hún saklaus og mikil dyggð.

Því ef ég mætti ekki runka mér í næði
myndi graður ég á þig strax rjúka
því víst ég ei fæ þig til að gleypa mitt sæði
þolinmóður ég verð minn böll bara að strjúka.

En samviskubitið að innan mig sárt nagar
og sveittur ég veit hversu langt mun líða
sólarhringar, mánuðir, ár, milljón dagar
meðan ég bíð þar til ég loks fæ að ríða.

Nú lyfti ég spikinu af setunni og anda hratt
svitinn í ljótu andlitinu lekur yfir bólukinnar
þunnt ljótt hárið er ljóst, klístrað og flatt
litlar geirvörtur á feitu brjósti eru stinnar.

En nú er nóg komið, nú verð ég bara mjór
nýt ég þess að ímynda mér stelpnaflóðið
engar salthnetur, engar kökur, enginn bjór
ei aftur mun ég með fitu eitra í mér blóðið.

Eftir hundrað daga var ég orðinn dálítið sætur
drógust að mér margar feitar konur og menn
í angist sá ég að þær sætu höfðu ei á mér mætur
með dapran svip í andliti, ég fitnaði senn.

Nú sit ég aftur á salerninu og hugsa það sama á ný
svekktur ég hugsa um þig sem mig ei vildi
í öreigaíbúð, með offituvanda, ég dapur bý
og allt það slæma komið aftur, sem skyldi.




PS… myndin er tekin af uglypeople.com :) (hún er ekki af mér ;) )


-Dónapardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.