úr hafbláum mararfeldi
berg þitt líkt og mögnuð list
ljóssins endurskin af kveldi
Í túnfæti sé þín fjöll
og fugla sem þar búa
um þig líkt og náttúrunnar guðsspjöll
yrki og vil á þig trúa
Ég eygi þig í fjarska eyjan mín
og engist þar til stíg á jörð
gras þitt og fjallasýn
berg þitt og skörð
Gísli
Sjálfsagt er þetta ljóð ekki samið samkvæmt öllum reglum en mér þykir vænt um það og vil ekki breyta því.
—–