Á Þjóðhátíð
Á Þjóðhátíð
Í hlíðinni leikur nú hljómfögrum tónum
hann sem í blöðum nú illa er leikinn
af blaðsnápa fylgi og fjölmiðla dónum
flytur nú lögin sín stoltur og hreykinn
í fjarskanum lýðurinn launráðin kokkar
lætur þó hljótt um ódrengis brögð
einhver úr hópnum til Árnaheims skokkar
ætlar að finna hvar steingata er lögð
kemur hann aftur með kantsteina fjöld
og kemur þeim fyrir um velli og tjöld
föst eru tjöldin með firnum og þunga
fær því nú Árni sitt út þenja að lunga
árni er reiður og áfram þar gaular
ekkert fær stoppað í miklu svo stuði
um kartöflugarðanna kappinn hátt raular
kyrjar það lagið sem fékk hann frá guði
Johnsens um dalinn nú dreifist og raddir
dauðdrukknir gestirnir víns eru saddir
ákafir þeir skilja svo algera snilld
Árni á bassann því glamrar að vild
þegar svo höfðingjans hljómfagra tíst
hættir að leika um skýli og völl
í loðfrakka höfðingi' til heimfarar býst
haldur svo áfram í finnbjálka höll
af fögnuði miklum af fór Byko þakið
fauk út á haf og langt út á sjó
í grænlandi fundu þeir góðviðarbrakið
úr gjöfinni ístaks þeir gerðu sér skó
Árni Jo gisti svo geymslurnar illu
gat sér þar nokkurs til frægðar síns nafns
fé sér að raka með fláttskap og villu
fundu þeir engan þar honum til jafns