Hún hreyfði sig eins og öldurnar í vatninu
bylgjur liðu eftir líkama mínum
og brotnuðu heitar á vörum mínum.
Saltbragð af brjóstum hennar
sem mýkri en dúnn
ummynduðust eftir hörundi mínu.
Ég synti í gegnum öldurnar
andaði að mér unaðsangan hennar
og kafaði djúpt.
Eins og mannlegur þokulúður
bergmálaði sæla hennar
í hafbláu herberginu.

Gísli
—–