Þú birtist smátt og smátt
úr hjúpi jarðar
svört þúst sem enginn sá fyrir.
Grænklæddir steinar á bláum feldi
leirparadís úr barnungu hraunteppinu
fjallasýn sem umvefur, bindur og byrgir sýn.
Fljúgandi fuglar, prófastar, flugvélar
fleytur á leið úr faðmandi kyrrðinni
út í harða víðáttuna.
Mýmargar línur stálþilja og steinsteypu
þétt þyrping lifandi hvítra veggja
sem bera samofinn dúk bárujárns.
Flóð sálna eftir öskugráu malbikinu
og ásjóna mín
í spegilmynd á skítugri bílrúðu.

Gísli
—–