Rafkvika
Rafkvika
sem rafögnin bjarma frá rafkviku stafar
raffjörið magnast í leiftrandi bliki
með eining og þrótti hver ögnin án tafar
umbroti veldur í alsmæðarryki
hreinkoparsins línur um hnöttinn og vefjast
heimshornin saman í bræðraband tengir
stórflóðið upplýsingar ekki má tefjast
umsvifin eykur og framskriðið lengir
auðsöfnun mikil á algeymishraða
auðinum rakar í hendurnar fáar
misskipting allsnægta eymd ollir staða
ei rata gæði í hendurnar smáar
verkamenn örbeygðir valdinu undir
vita hve eljunnar auðsins er stríður
með smáaur er greitt fyrir gjörnýttar stundir
gálginn er spenntur og böðulinn bíður
rís upp í fjarskanum röðulsins brá
rökkrið í ljósinu eyðist og hverfur
félausir verkamenn fram rétti ná
með fjörva og hörkunni gnýstálið sverfur
öldin er tækninnar augljósa merkið
eldurinn hugans rís stöðnun nú úr
eflist og dafnast í dagbjarma verkið
með djarfleik nú fellur þekkingar múr
en góðir nú drengir ei gleymið um stund
hver góðdaginn skapaði og allsnægtir auðs
því fátækt er sálin með fégráðu lund
framan þar stendur heilsa mennt og brauð!