Nývaknaður
Hárið úfið og tennurnar minar glamra
Glugginn opinn og snjórinn fellur inn
Myrkrið fyrir utan starir á móti og öskrar í eyru mín
biður mig að koma til sín.
Rúmið fyrir neðan fætur mína, hörund mitt
skelfur sem óttaslegin kanína
og stór blóðblettur liggur hálfþornaður á lakinu.
Ég finn djúpan höfuðverk í báðum gagnaugum
sviminn gleypir hverja taug í höndum mínum
og ég fell niður á koddann minn
blautur um höfuðið.
Herbergið virðist svífa um og blóðbragðið í munni mínum magnast
Lyktin af reykelsi gærkvöldsins blandast lyktinni af svita mínum
því hræðsla mín er óyfirstíganleg hindrun til að öðlast frið.
Hnífurinn stendur djúpt inni í síðunni minni
ég vissi að ég myndi gera þetta
áður en ég fór niður í eldhús
sótti hnífinn í skúffuna
og vonaði sárt
að ég myndi gera það sem rétt væri
í svefni.
Sál mín hefur tekið völdin yfir heila mínum
hún hefur tekið ákvarðanir sem virðast eigi rangar
að kannski var þetta fyrir bestu
þetta slys sem ég vildi innst inni að yrði.
Sárið grætur meiru blóði
en augu mín haldast þurr
líkama minn deyr hægt út
en sálin var dauð fyrir.
Dauður….
………..pardus
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.