Í ferðalagi um snæþakna jörð,
Fæturnir þvalir, frosnir af stirð.
Kalur vindurinn blæs á þín sár
Svo hugurinn hættir að finna fyrir í mörg ár.

Fæturnir kvalnir, kalnir við hné.
Ei hægt að laga, fæturnir af.
Ferðalag fótalausra þar með þá hófst.

Þó ferðin væri erfið,
Bros þitt breiða ávallt sást,
Ferðalag sem gladdi,
Hvert einasta mannsbarn.
Gafst þeim von, trú á lífið,
Allt sem aldrei gátu hugsað sér.
Augun full af vonarglætu,
Sást þó að tárin láku við og við,
Ferðalagið aldrei enda tekur
Ekki meðan þess er þörf.
Ferðalag fótalausra sýnir,
Hugrekki, stolt, gleði-
Og allt sem glatað höfum við.

Christiana