Vélarhljóð
hausinn upp að rúðunni
köld rúðan minnir mig á eitthvað
móðan á glugganum stækkar
held í mér andanum

Skrifa nafn mitt í móðuna
stroka út með lófanum og horfi út
landslagið þýtur hjá
fjöll sem eiga nöfn
ég kann þau ekki
það eru engin skilti

Syfjar
loka augunum
slaka á
hausinn skellist í takt við veginn
laga mig til
en hvergi hægt að halla höfðinu nema upp að kaldri rúðunni

Svo þreytt , örþreytt
legg kinnina aftur á kalda rúðuna
spenni hálsvöðvana …reyni að aftra því að skella svona
dotta

Er lífið eins og löng bílferð ?
farþegi í aftursæti
ræður ekki ferðinni
og lífið þýtur framhjá
svo hratt að þú lærir aldrei nöfnin